Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Er búin að laga ættartréð okkar

Ég er búin að fá nokkrar ábendingar um villur í ættartrénu og er búin að laga þær. Við erum orðin 276 Páll Sigurgeir Jónasson eignaðist stelpu 19. janúar 2009 og heitir hún Embla Rún og óska ég þeim innilega til hamingju. Ef þið eruð með fleiri ábendingar þá endilega sendið mér mail á illo41@simnet.is  


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

7 börn fermast í Þingholtsfjölskyldunni í ár

Guðbjörg Birta á fermingardaginn 29.mars 2009 Það eru 7 börn í fjölskyldunni sem fermast í ár það eru þau

Guðbjörg Birta Bernharðsdóttir fermd 29.mars.

Bertha María Arnarsdóttir fermd 4.apríl.

Björk Sigurgeirsdóttir fermd 18.apríl

Elva Björk Ástþórsdóttir

Ívar Már Sigurpálsson

Kristófer Ásgeirsson

Davíð Freyr Guðjónsson.

Því miður veit ég ekki alla fermingardagana.

 


Afkomendurnir eru orðnir 275

Eik,Hrafnhildur Klara og litla systirÞórdís Brynjólfsdóttir eignaðist sína þriðju stúlku á fimmtudaginn 26.mars. Ég vil óska fjölskyldunni til hamingju með litlu stúlkuna. Á myndinni eru systurnar saman þær Hrafnhildur Klara, litla og Eik.

Matseðillinn á laugardagskvöldinu

Jæja þá er matseðillinn tilbúinn.Þið verðið að klikka á matseðilinn til að geta séð hann.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bréfið sem fór í póst

Sæl og blessuð ég vildi bara láta ykkur vita að bréfið í sambandi við ættarmótið var bara sent útá land. Við hérna í Eyjum fengum ekki bréf. Endilega látið alla í ættinni okkar vita af ættarmótinu og eins af þessari síðu. Við vorum að fá tillögur að matseðlinum frá Einsa kalda og verður það ákveðið fljótlega hvað við veljum af matseðlinum. Ég set það hér inn um leið og það er búið að ákveða matseðilinn. Það eru nokkrir búnir að láta mig vita að það sé algjört vesen að setja athugasemdir inná síðuna ég þarf að reyna að laga það. Ég er ennþá að læra á þetta. Ég set aftur bréfið hérna með sem var sent til þeirra uppá landi. Endilega skrifið í gestabókina þegar þið kíkið á síðuna.

Bless í bili. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fæðingardagur Þórsteinu

     Mig langaði bara að minna ykkur á það að amma Þórsteina fæddist þennan dag árið 1904. ÞÞórsteina í 75 ára afmæli sínuannig að það eru 105 ár síðan að þessi merka kona fæddist.

 


Ættartré

Hæ ég ætla að reyna aftur að setja inn ættartréð ég vistaði það undir word 97 núna og þá ætti þetta að vera í lagi. Vonandi getið þið opnað það.Endilega ef það eru einhverjar villur í ættartrénu okkar látið mig vita hérna. Hlöbbi Páls á heiðurinn af ættartrénu okkar og hann miklar þakkir frá okkur öllum fyrir að halda utan um þetta. Ef einhverjar villur eru því sumir eru fluttir annað eða ef það vantar einhverjar upplýsingar inná tréð endilega látið mig vita.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bréfið fór í póst á föstudaginn

Bréfið í sambandi við ættarmótið fór í póst núna á föstudaginn 16.janúar og ætti að koma til ykkar á morgunn ef það er ekki komið. Ég set bréfið hérna með svo þið getið skoðað það.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Ættartréð er ekki að virka

Hæ því miður er ekki hægt að opna viðhengið ættartré þingholtsfjölskyldunnar. Ég verð bara að reyna að koma ættartrénu okkar öðruvísi inná síðuna.

Ættartré Þingholtsfjölskyldunnar

Sæl öll ég er búin að vera í tölvubrasi borðtölvan hrundi og svo er ég alltaf að detta útaf netinu á fartölvunni minni þannig að það hefur gengið hægt hjá mér að koma inn fleiri myndum. Ég var áðan að fá borðtölvuna þannig að ég ætla að reyna að koma inn ættartrénu okkar hér inn, ég veit ekkert hvernig ég á að gera það en þetta kemur bara í ljós ég er að læra á kerfið hérna. Ég vona að þetta gangi.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband