Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Við erum stolt af ykkur.

Þórsteina og Páll frá Þingholti

Góða skemmtun á ættarmótinu.

Þingholtsættin á ættarmóti 2004Þetta er hópurinn sem mætti á ættarmótið 2004. Það verður gaman að sjá hópmyndina sem verður tekin núna því það eru 246 skráðir á ættarmótið núna og líklegt að við verðum fleiri.


Drykkir laugardagskvöld og diskó

Sæl það gleymdist að minnast á í sambandi við drykkina á laugardagskvöldinu. Ég ætla að kaupa Kók, Sprite og appelsín og kannski eitthvað meira sem allir geta fengið sér af en í sambandi við léttvín og sterkt vín það verðum við að kaupa á barnum. Við erum því miður ekki með hljómsveit það kostar bara of mikið en við verðum með diskó og eflaust verður búin til hljómsveit á staðnum og Silfurkórinn fær að syngja með ef ég þekki Þingholtarana rétt. Endilega hringið í mig ef ykkur vantar einhverjar upplýsingar í gsm 8610144 Berglind.


Tveir dagar í ættarmótið

Hæ hó jibbí jei og jibbí jei það er kominn 17. júní og bara tveir dagar í ættarmótið mikla. Vil bara minna ykkur á að koma með ykkar drykki þegar við hittumst inní Dal á laugardaginn til að hafa með grilluðu pylsunum.  Kveðja nefndin

Eru forföll í þinni fjölskyldu?

Sæl öll ég ætlaði bara að biðja ykkur vinsamlegast að tilkynna forföll ef það er í ykkar fjölskyldu. því að á laugardagskvöldinu kaupum við matinn af Einsa kalda og ég læt hann hafa fjöldann sem borðar og þarf sú tala að vera nákvæm. Við erum núna 237 sem mætum á laugardaginn sem er mjög góð mæting og vonandi helst þessi fjöldi. Það er búið að hringja í mig í dag og láta mig vita með forföll eins eru líka nokkrir sem eru búnir að tilkynna komu sína á ættarmótið. Ef það eru fleiri sem forfallast eða sem ætla að koma endilega hringið í mig ( Berglindi) sem fyrst í gsm 8610144 eða 4811372. Svo svona í restina langar mig að óska öllum góðrar ferðar hingað á parardísareyjuna fögru.

Smá breyting á föstudagskvöldinu.

Jæja nú er aldeilis að styttast í ættarmótið. Það verður smá breyting með föstudagskvöldið því við ætlum að hittast uppí sal Eyjabústaða kl 18.30 og grilla saman. Allir koma með sitt kjöt á grillið og með því og ekki væri verra ef að allir koma með pappadiska og pappaglös til að auðvelda fyrir okkur uppvaskið. Ath allir koma með sína drykki. Ef það eru einhverjar spurningar í sambandi við ættarmótið endilega hringið í mig í 8610144 (Berglind).

Dagskrá og verð á ættarmótið.

Föstudagskvöld.

Veislusalur Eyjabústaða mæting kl.20:30.

Upphitun fyrir morgundaginn, allir koma með sína drykki og að sjálfsögðu góða skapið.

Varðeldur, Söngur, Gleði og Glens að hætti Þingholtara!

Laugardagur.

Hér eru valmöguleikarnir sem eru í boði á milli kl.10-12.

Sund, hittast í íþróttahúsinu.

Heimaklettur, hittast út á Eiði við rætur Heimakletts.

Eldfell, hittast á ómalbikaðaveginum við Eldfell fyrir ofan Sorpu.

Páskahellir, keyra milli fellanna og beygja inn þar sem baðkarið er og stoppa við trönurnar.

 

KLUKKAN 12 hittast allir upp á hrauni við Þingholtssteininn.  Þaðan liggur leiðin upp í Kirkjugarð.

Klukkan 13 fara allir inn í Dal, þar grillum við pylsur og förum í skemmtilega leiki og köllum barnið fram í okkur.

Klukkan 18:30 opnar Höllin og borðhald hefst stundvíslega klukkan 19:00.

Þar verður rúllandi dagskrá, Vignir og Heiðar verða veislustjórar.

Ef þið eruð með hugmyndir að skemmtiatriðum endilega að láta þá vita.  Við viljum virkja sem flesta í skemmtidagskránna sem hafa áhuga. 

Svo verður bara djammað fram eftir nóttu með bros á vör.

Kostnaður:

Fullorðnir 15 ára og upp úr: 5.000 kr.

Börn 7 - 14 ára: 1.500 kr. 

Börn 0 - 6 ára: FRÍTT


Traustir ættliðir

Þódís Þórðardóttir sendi mér þessa sögu um hana Sigríði Einarsdóttur sem var langamma hennar ömmu Þórsteinu. Þið verðið að klikka á fylgiskjalið til að geta lesið söguna.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Það verður góð mæting á ættarmótið.

Jæja núna fer að styttast í ættarmótið hjá okkur og ég er bara mjög ánægð með mætinguna. Það eru 230 manns búnir að tilkynna að þeir ætli að mæta og þónokkrir sem eru með spurningarmerki það eru aðallega sjómenn. Það eru ekki alveg allir búnir að tilkynna mætingu. Ég vonast til að geta sett hér inn í næstu viku sirka kostnað. Ef þið eruð með einhver skemmtiatriði þá eru þau vel þegin. Ég kem með meiri upplýsingar hér í næstu viku.

Hverjir ætla að mæta á ættarmótið í sumar

Páll og Þórsteina og börn sumarið 1945 Við óskum eftir að allir láti vita hvort þeir ætli að mæta á ættarmótið í sumar eða ekki. Það er mjög áríðandi að við fáum svör frá öllum útaf matnum. sendið mér línu á  illo41@simnet.is hvort þið komið eða ekki.Svo vil ég benda þeim á sem ætla að koma og eiga eftir að panta sér far eða gistingu þurfa að fara að drífa í því.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband