Askan er ógeðsleg !

p1150745p1150644p1150651p1150678Kíkið í myndaalbúmið sem ég var að setja inn myndirnar eru teknar 14. og 15. maí 2010

11 börn fermast í Þingholtsfjölskyldunni í ár

Það eru 11 börn sem fermast í fjölskyldunni í ár og gaman að segja frá því að það fermast 7 börn 10.apríl ég veit ekki alveg hvenær allir fermast en ég set það hér sem ég veit um annars hringið þið bara í mig og látið mig vita. Það er líka gaman að segja frá því að Birgir Davíð, Selma Rut, Þóra Kristín, Magnús Karl og Valli Snæ eru öll saman með veislu. Og sama dag fermast bræðurnir Alexander Már og Snæþór Fannar Synir Kristins Márs og Möggu. En hér koma fermingarbörnin

 Bigir Davíð Óskarsson  10. apríl    Emmuleggur

Selma Rut Sigurbjörnsdóttir  10. apríl   Steinuleggur

Þóra Kristín Bergsdóttir  10. apríl   Kristinsleggur

Magnús Karl Magnússon  10. apríl   Kristinsleggur

Valtýr Snæbjörn Birgisson  10. apríl   Hulduleggur

Alexander Már Kristinsson  10. apríl   Emilsleggur

Snæþór Fannar Kristinsson 10. apríl   Emilsleggur

Karen Brá Gunnarsdóttir  ???   Emilsleggur

Reynir Magnússon   ???   Nonnaleggur

Þórir Þórðarson   ???   Nonnaleggur

Róbert Emil Aronsson  17. apríl   Guðnaleggur

 

 


Ég var að opna í dag í Eyjabúðinni.

p1110005p1110007p1110009Sæl öll það er nú orðið frekar langt síðan að ég hef skrifað eitthvað hér það er búinn að vera lítill tími í það því ég er búin að vera á fullu í glerinu. Ég er með Eyjabúðina á leigu í nóvember og desember og er með glerið mitt þar til sölu. Opnun í Eyjabúðp1110068p1110002

Onion open golfmótið er í dag

Ég fór inná golfvöll áðan að taka myndir af mótinu það er kalt og frekar mikill vindur. Það var púttmót fyrir krakkana og tóku 7 krakkar þátt í því og kemur í ljós í kvöld hver vann. Í gólfmótinu eru 22 þátttakendur og af þeim fjölda eru 5 strákar á aldrinum 9-13 ára. Ég hefði viljað sjá fleiri Þingholtara ofan af landi taka þátt ég sá bara Vigni Frey yngri og eldri,Hafþór Óla,Eirík hans Benna,Vignir Hlöðvers og Heiðar Austmann. Þegar mótið er búið ætla þeir að fara í smá óvissuferð og svo hittast allir á Conero í kvöld borða þar góðan mat horfa á skemmtiatriði og þar er líka verðlaunaafhendingin. Ég er að fara að búa til möppu sem heitir Onion open 5.sept 09 þar getið þiðð kíkt á myndir.Krakkarnir í púttkeppninniHeiðar Austmann í sveifluSævald Pálsson


Fullt af nýjum myndum komnar inn

Jæja þá er ég búin að setja fullt af nýjum (gömlum) myndum inná síðuna. Þessar myndir eru inní möppum sem heita Maddý og fjölsk, Stína og fjölsk og ég bjó til nýja möppu sem heitir gamlar myndir 2 ég þarf bara að fara til Tótu og biðja hana að hjálpa mér að setja nöfn við myndirnar. Ég er líka búin að stækka allar ættarmótsmyndirnar ég á bara eftir að setja texta við fullt af þessum myndum það kemur bara í rólegheitunum. Ef þið eigið eldgömul albúm sem tengjast ættinni þá megið þið endilega láta mig fá það og ég get komið því inná síðuna. Hafið bara samband í gsm 8610144. Eins ef þið eruð með hugmyndir við þessa síðu látið mig vita. Svo svona í lokin þá þætti mér rosalega vænt um að þið skrifið stundum í gestabókina og látið mig vita að þið hafið verið að skoða myndirnar á síðunni því ég veit ekkert hverjir eru að skoða og þessir hlutir gerast ekki af sjálfu sér og mér finnst líka alltaf gaman að fá hrós.

Onion open dagskrá

Sæl aftur ég var að fá nýjan póst um dagskrána um helgina og ég birti bara póstinn hér.

Sælir  Laukar
 
Þá er dagskráin nokkurvegin komin á Föstudegskvöld, er allt óákveðið hvar á að hittast en hafið samband við Óskar í síma 696-5008 á föstudag seinni part.
Laugardagur
Mæting kl 12 Gólfskála
Spilaðar verða 18 holur.
Kl 20,00 Mæting á Conero í 4 réttaða máltíð verðlaun og skemmtiatriði frá Gylfa og leynigestur sem allir eiga að þekkja og meira gaman.
Og svo BALL MEÐ SÁLINNI KL 00,00
kv Stjónin

Onion open er um helgina

Ég fékk þennan póst um daginn og ákvað að setja hann hér.
Sælir Laukar
Það eru um 20 búnir að skrá sig á onion open um helgina.
Verð um 10.000 eyjaevrur og á laugardagskvöld er boðið uppá 4 réttaða máltíð og frí skemmtiatriði  frá Gylfa Viðari.
Dagskrá verður send út á fimmtudagskvöld kl 20.00 á eyjatíma en kl 20.07 í RVK.
Kv Stjórnin
Ps Um kl 00.00 laugardagskvöld er farið á ball með Sálinni í Höllinni

Búin að stækka myndirnar frá ættarmótinu.

Jæja þá er ég loksins búin að stækka myndirnar frá ættarmótinu. Ég er svo að fara að búa til möppu sem ég ætla að skíra gamlar myndir 2 ég fékk þær hjá Tótu svo ætla ég að setja inn myndir í albúmið hjá Maddý þær eru úr brúðkaupinu þeirra Óla og fleiri gamlar myndir frá þeim. Ég er einnig með myndi sem ég er að fara að setja í albúmið hennar Stínu. Núna er ég loksins komin á skrið með þetta og verð vonandi dugleg á næstunni.

Nýjar myndir

Sæl öll ég er búin að vera í marga klukkutíma í að setja inn myndir frá ættarmótinu í 3 albúm svo þegar ég fór að skoða þau þá eru myndirnar pínulitlar. Þannig að ég verð bara að reyna aftur seinna því ég er að fara norður á morgunn með peyjana á N1 mótið á Akureyri. Ég stofnaði bankabók í dag og lagði inná hana 90.500 kr ég á eftir að fá 18.500 kr þannig að eftirstöðvar af ættarmótinu er 109.000 kr sem mér finnst bara frábært. Ef fleiri eru með myndir endilega setjið þær hérna inn á síðuna. Ég reyni aftur við myndirnar í næstu viku þegar ég verð komin heim þið getið skoðað þessar bara með STÆKKUNARGLERI á meðan. Bless í biliEkta Þingholtarar

Frábærlega vel heppnað ættarmót

Kæru Þingholtarar og makar þá er ættarmótið búið og flestir af þeim 132 sem komu ofan af landi komnir heim til sín. Ég ætla að vona að allir séu mjög ánægðir með helgina einsog ég er. Ég er búin að fara um allan bæ í dag og borga reikningana tengda helginni. Og það verður ágætis afgangur eða í kringum 100.000 kr sem ég ætla að leggja inná Þingholtsreikning sem ég ætla að stofna í Íslandsbanka. Við erum að pæla í að kaupa nýjan stein á leiðið hjá ömmu Þórsteinu því það stendur ekki á steininum að amma og afi séu frá Þingholti eins langar okkur að hafa mynd af þeim saman á honum. Svo langar mig að auglýsa hér eftir einum frá hverju systkini til að vera að blogga og setja inn myndir með mér Þið sem eruð til í að hjálpa mér að gera þessa síðu flottari og með meiri heimildum um fjölskylduna okkar verðið að hafa samband við mig. Ég set svo fljótlega inn myndir af ættarmótinu einsog þið sáuð um helgina þá var ég frekar dugleg að taka myndir. Systkynin frá ÞingholtiMig langar svona í restina að þakka Heiðari Austmann og Vigni Frey fyrir frábæra frammistöðu í veislustjórnuninni og öllum þeim sem komu fram í skemmtiatriðum og hjálpuðu á einhvern hátt.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband