Góða skemmtun á ættarmótinu.
19.6.2009 | 01:30
Drykkir laugardagskvöld og diskó
18.6.2009 | 00:24
Sæl það gleymdist að minnast á í sambandi við drykkina á laugardagskvöldinu. Ég ætla að kaupa Kók, Sprite og appelsín og kannski eitthvað meira sem allir geta fengið sér af en í sambandi við léttvín og sterkt vín það verðum við að kaupa á barnum. Við erum því miður ekki með hljómsveit það kostar bara of mikið en við verðum með diskó og eflaust verður búin til hljómsveit á staðnum og Silfurkórinn fær að syngja með ef ég þekki Þingholtarana rétt. Endilega hringið í mig ef ykkur vantar einhverjar upplýsingar í gsm 8610144 Berglind.
Tveir dagar í ættarmótið
17.6.2009 | 12:37
Eru forföll í þinni fjölskyldu?
16.6.2009 | 17:24
Smá breyting á föstudagskvöldinu.
15.6.2009 | 13:42
Dagskrá og verð á ættarmótið.
9.6.2009 | 14:27
Föstudagskvöld.
Veislusalur Eyjabústaða mæting kl.20:30.
Upphitun fyrir morgundaginn, allir koma með sína drykki og að sjálfsögðu góða skapið.
Varðeldur, Söngur, Gleði og Glens að hætti Þingholtara!
Laugardagur.
Hér eru valmöguleikarnir sem eru í boði á milli kl.10-12.
Sund, hittast í íþróttahúsinu.
Heimaklettur, hittast út á Eiði við rætur Heimakletts.
Eldfell, hittast á ómalbikaðaveginum við Eldfell fyrir ofan Sorpu.
Páskahellir, keyra milli fellanna og beygja inn þar sem baðkarið er og stoppa við trönurnar.
KLUKKAN 12 hittast allir upp á hrauni við Þingholtssteininn. Þaðan liggur leiðin upp í Kirkjugarð.
Klukkan 13 fara allir inn í Dal, þar grillum við pylsur og förum í skemmtilega leiki og köllum barnið fram í okkur.
Klukkan 18:30 opnar Höllin og borðhald hefst stundvíslega klukkan 19:00.
Þar verður rúllandi dagskrá, Vignir og Heiðar verða veislustjórar.
Ef þið eruð með hugmyndir að skemmtiatriðum endilega að láta þá vita. Við viljum virkja sem flesta í skemmtidagskránna sem hafa áhuga.
Svo verður bara djammað fram eftir nóttu með bros á vör.
Kostnaður:
Fullorðnir 15 ára og upp úr: 5.000 kr.
Börn 7 - 14 ára: 1.500 kr.
Börn 0 - 6 ára: FRÍTT
Traustir ættliðir
27.5.2009 | 23:03
Það verður góð mæting á ættarmótið.
27.5.2009 | 22:42
Hverjir ætla að mæta á ættarmótið í sumar
7.4.2009 | 14:31
Við óskum eftir að allir láti vita hvort þeir ætli að mæta á ættarmótið í sumar eða ekki. Það er mjög áríðandi að við fáum svör frá öllum útaf matnum. sendið mér línu á illo41@simnet.is hvort þið komið eða ekki.Svo vil ég benda þeim á sem ætla að koma og eiga eftir að panta sér far eða gistingu þurfa að fara að drífa í því.