Nýjar myndir
29.6.2009 | 20:28
Sæl öll ég er búin að vera í marga klukkutíma í að setja inn myndir frá ættarmótinu í 3 albúm svo þegar ég fór að skoða þau þá eru myndirnar pínulitlar. Þannig að ég verð bara að reyna aftur seinna því ég er að fara norður á morgunn með peyjana á N1 mótið á Akureyri. Ég stofnaði bankabók í dag og lagði inná hana 90.500 kr ég á eftir að fá 18.500 kr þannig að eftirstöðvar af ættarmótinu er 109.000 kr sem mér finnst bara frábært. Ef fleiri eru með myndir endilega setjið þær hérna inn á síðuna. Ég reyni aftur við myndirnar í næstu viku þegar ég verð komin heim þið getið skoðað þessar bara með STÆKKUNARGLERI á meðan. Bless í bili
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.