Bréfið sem fór í póst
28.1.2009 | 19:57
Sæl og blessuð ég vildi bara láta ykkur vita að bréfið í sambandi við ættarmótið var bara sent útá land. Við hérna í Eyjum fengum ekki bréf. Endilega látið alla í ættinni okkar vita af ættarmótinu og eins af þessari síðu. Við vorum að fá tillögur að matseðlinum frá Einsa kalda og verður það ákveðið fljótlega hvað við veljum af matseðlinum. Ég set það hér inn um leið og það er búið að ákveða matseðilinn. Það eru nokkrir búnir að láta mig vita að það sé algjört vesen að setja athugasemdir inná síðuna ég þarf að reyna að laga það. Ég er ennþá að læra á þetta. Ég set aftur bréfið hérna með sem var sent til þeirra uppá landi. Endilega skrifið í gestabókina þegar þið kíkið á síðuna.
Bless í bili.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.