Þessa síðu bjó ég til fyrir Þingholtsættina. Þetta er búið að vera draumur minn mjög lengi að gera svona síðu. Mig langar að hafa fullt af myndum hér inni frá Ömmu og afa eins öllum systkinunum í Þingholti og afkomendum þeirra. Ég ætla mér að setja ættartöluna hér inn líka en ég þarf að fá hana hjá Hlöbba frænda. Eins væri gaman að setja hér inn ýmsan fróðleik um ættina okkar. Endilega verðið í bandi við mig ef þið eruð með einhverjar myndir eða hugmyndir til að setja hér inn. Þið getið líka sent mér póst á illo41@simnet.is
Það er öldungamót í blaki hérna um helgina og eru 5 synir Hlöbba og Sonju saman í Stjörnuliðinu. Svo eru hjónin Kristján og Birna frá Seyðisfirði líka að keppa hérna. Þannig að það er um að gera fyrir Þingholtarana að mæta og hvetja sína ættingja.