Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

Viðtalið gekk vel í dag

Það var mjög gaman uppí sal í dag þegar við pabbi tókum uppá vídeó spjall við 5 af systkinunum frá Þingholti. Við náðum að safna alveg helling af heimildum því spjallið er þrír klukkutímar. Nokkrir úr ættinni mættu í salinn og spurðu líka spurninga. Svo er bara sælkerakvöld hjá okkur á eftir þannig að það á eftir að vera rosalega gaman hjá okkur eitthvað frameftir nóttuWhistling .Systkinin í viðtali

Sælkerakvöld laugard 26.febrúar

Kæru ættingjar sælkerakvöldið er á laugardaginn og húsið opnar kl 19. Börnin eru velkomin Smile en að deginum til þegar viðtalið er við systkinin þá er betra að það séu bara fullorðnir í salnum. Því það má ekki vera mikil læti í salnum meðan viðtalið er í gangi. Við ætlum að vera með kaffi og baka vöfflur að deginum til en um kvöldið mæta allir með sinn rétt og eitthvað að drekka og góða skapið. Öll skemmtiatriði eru vel þegin. Hlakka til að hitta ykkurGrin.


Hér er amma stolt af barnabörnunum.

fimm barnabörn útskrifast úr stýrimannaskólanum

Viðtal við ömmu eftir gos

Þórsteina viðtal í gosinu

Minningargreinar og úrklippur

amma inná herberginu sínu á ellósæl öll ég er að vinna í því að setja hér inn minningargreinar og ýmsar úrklippur sem tilheyra Þingholtsfjölskyldunni. Ef Þið eruð með úrklippur sem þið viljið setja hér inn endilega verið þá í bandi. Ég set þessar úrklippur undir myndir og þar klikkið þið á minningargreinar eða úrklippur með Þórsteinu. Ég á eftir að setja inn fullt af úrklippum.

Sælkerakvöld 26.febrúar 2011

Það er kominn tími til að við hittumst og gerum eitthvað skemmtilegt saman.
Laugardaginn 26.febrúar ætla ég að fá öll systkinin og maka uppí sal milli 12 og 13. Ég er búin að búa til spurningalista sem þau fá og þau eiga að skoða og rifja upp gamlar minningar. Svo ætlum við pabbi að taka viðtölin við þau uppá vídeó. Pælingin á bakvið þetta er sú að safna heimildum úr Þingholti. Hvernig lífið var hjá þeim bæði áður en afi deyr og líka eftir að afi deyr.T.d hverjir afla tekna til heimilisins eftir fráfall afa.

Ef þið hafið áhuga á að vera uppí sal meðan við erum að taka þau upp endilega mætið. Og um að gera að koma með spurningar sem þið viljið spyrja. við ætlum að vera með heitt á könnunni og baka vöfflur.

Svo um kvöldið verður sælkerakvöld allir mæta með rétt og eitthvað að drekka.
Ég reikna með að það verði um kl 19.

Allir sem hafa áhuga hafið samband við mig í gsm 8610144 Berglind

Ég set hérna með spurningalistann og þið getið kíkt á hann:-)


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Þingholtararnir eru orðnir 286

Ég er nýbúin að fá nýja skrá frá Hlöbba og við erum orðin 286. Það fæddust 8 börn árið 2010. ég set þau hér fyrir neðan.

Eva B Austmann Heiðarsdóttir fædd 14.janúar Heiðar Austmann-Þóru Stínu
Breki Rafn vignisson fæddur 4.maí Vignir-Hlöðvers
Rakel Traustadóttir fædd 24.ágúst Sigríður Svava-Sigurgeir
Natalía Lóa Héðinnsdóttir fædd 5.sept Héðinn-Magnúsar
Tómas Þór Harðarson fæddur 7.sept Þórdís-Steinu
Júlía Björk Sverrisdóttir fædd 23.okt Víóletta-Hlöðvers
Aron Ingi Sindrason fæddur 2.nóv Sindri-Tótu
Hulda Kristín Björnsdóttir fædd 18.nóv Helga Jóna-Jónasar

Núna er staðan svona

16 börn
56 barna-börn
151 barna-barna-börn
63 barna-barna-barna-börn


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband