Dagskrá og verð á ættarmótið.

Föstudagskvöld.

Veislusalur Eyjabústaða mæting kl.20:30.

Upphitun fyrir morgundaginn, allir koma með sína drykki og að sjálfsögðu góða skapið.

Varðeldur, Söngur, Gleði og Glens að hætti Þingholtara!

Laugardagur.

Hér eru valmöguleikarnir sem eru í boði á milli kl.10-12.

Sund, hittast í íþróttahúsinu.

Heimaklettur, hittast út á Eiði við rætur Heimakletts.

Eldfell, hittast á ómalbikaðaveginum við Eldfell fyrir ofan Sorpu.

Páskahellir, keyra milli fellanna og beygja inn þar sem baðkarið er og stoppa við trönurnar.

 

KLUKKAN 12 hittast allir upp á hrauni við Þingholtssteininn.  Þaðan liggur leiðin upp í Kirkjugarð.

Klukkan 13 fara allir inn í Dal, þar grillum við pylsur og förum í skemmtilega leiki og köllum barnið fram í okkur.

Klukkan 18:30 opnar Höllin og borðhald hefst stundvíslega klukkan 19:00.

Þar verður rúllandi dagskrá, Vignir og Heiðar verða veislustjórar.

Ef þið eruð með hugmyndir að skemmtiatriðum endilega að láta þá vita.  Við viljum virkja sem flesta í skemmtidagskránna sem hafa áhuga. 

Svo verður bara djammað fram eftir nóttu með bros á vör.

Kostnaður:

Fullorðnir 15 ára og upp úr: 5.000 kr.

Börn 7 - 14 ára: 1.500 kr. 

Börn 0 - 6 ára: FRÍTT


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Berglind mín.
Þið eruð allar eins þessar Þingholtsstelpur þið hugsið bara um að drekka
en. Ég, Helga Þorgeirs. Dídí, Dúddý og Óli Bedda hugsum um matinn.
Ég hélt að það ættu allir að koma með eitthvað að borða svo mamma
þín þyrfti effi að vera að hugsa fyrir alla.
Ég hélt að þú vissir að mamma þín á nóg með að hugsa um aumingjan hann pabba þinn. Þetta er bara ábening til þín. ég veig að mamma þín
yrði svakalega ánágð ef þú myndir hringja í hana á morgun .
Þinn elskandi pabbi.
PS. mamma þín kom að trufla mig. bæ.bæ.

Kristján Óskarsson (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 23:37

2 identicon

Glæsileg dagskrá !!!

Unnur Jónsdóttir (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 09:49

3 identicon

Takk fyrir frábæra dagskrá og við erum að kafna úr tilhlökkun. Við frændsystkinin vorum að velta einu (eða tvennu) fyrir okkur.  Hvernig er með borðvín, megum við koma með okkar eigið eða verður vín selt á staðnum.  Lindu Björk langar að vita hvort hljómsveit verði á staðnum eða hvort tjúttað verði við okkar eigin tónlist?

Björg Baldursdóttir (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband