Ættarmót sumarið 2009
7.1.2009 | 23:14
Sæl og blessuð öll í Þingholtsfjölskyldunni og gleðilegt nýtt ár. Núna er komið árið 2009 og í sumar verður ættamót hjá okkur, ég ætla að hringja í frænkurnar hérna í Eyjum og koma á fundi svo við getum farið að ákveða hvenær við ætlum að hafa ættarmótið svo þarf líklega að panta Höllina því við erum orðin svo mörg. Ég kem með fréttir hérna inn þegar ég veit eitthvað. Svo er ég að reyna að setja inn myndir og ég ætla mér að koma inn ættartölunni líka. Hlöbbi Páls hefur haldið utan um ættartöluna okkar sem er frábært og ég ætla mér að fá hana hjá honum. Bless í bili.
Kveðja Berglind Kr
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Mjög gaman að sjá þetta, en kannaðist ekki við Þingholtsfjölskylduna fyrr en ég las færslurnar þínar. En gaman væri að vita hverjir ungu mennirnir eru á mynd nr. 3, og nöfn einhverra á kvennamyndinna nr 4
Sólveig Hannesdóttir, 8.1.2009 kl. 17:15
Frábært framtak hjá þér Berglind. Líst vel á og tím til kominn.
Ágústa Guðnadóttir (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.