Sælkerakvöld 26.febrúar 2011
7.2.2011 | 22:39
Það er kominn tími til að við hittumst og gerum eitthvað skemmtilegt saman.
Laugardaginn 26.febrúar ætla ég að fá öll systkinin og maka uppí sal milli 12 og 13. Ég er búin að búa til spurningalista sem þau fá og þau eiga að skoða og rifja upp gamlar minningar. Svo ætlum við pabbi að taka viðtölin við þau uppá vídeó. Pælingin á bakvið þetta er sú að safna heimildum úr Þingholti. Hvernig lífið var hjá þeim bæði áður en afi deyr og líka eftir að afi deyr.T.d hverjir afla tekna til heimilisins eftir fráfall afa.
Ef þið hafið áhuga á að vera uppí sal meðan við erum að taka þau upp endilega mætið. Og um að gera að koma með spurningar sem þið viljið spyrja. við ætlum að vera með heitt á könnunni og baka vöfflur.
Svo um kvöldið verður sælkerakvöld allir mæta með rétt og eitthvað að drekka.
Ég reikna með að það verði um kl 19.
Allir sem hafa áhuga hafið samband við mig í gsm 8610144 Berglind
Ég set hérna með spurningalistann og þið getið kíkt á hann:-)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Berglind mín, þetta er alveg frábært hjá þér allt saman... og dugnaðurinn alltaf í þér. Alveg eins og mamma þín..;) Allt sem þú ert búin að setja inná síðuna. Alveg meiriháttar framtak hjá þér. En allavega flottur spurningarlistinn, og ég veit að þetta á eftir að verða mjög góður dagur og eða tala nú ekki um kvöldið...;) Get ekki beðið eftir að hitta ykkur öll... Knús Bryndís
Bryndis (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 18:00
Þetta er æðislegt framtak hjá þér Berglind, finnst þetta frábær hugmynd!! Flott að hafa svona mikið af hversdagslegum spurningum, eins og hvað var í matinn og hvernig lékuð þið ykkur! Hlakka til að sjá útkomuna :)
Erna Ósk (IP-tala skráð) 18.2.2011 kl. 19:34
Þetta er frábært hjá þér Berglind. Hlakka til að heyra sögurnar af lífinu í Þingholti.
Kristín Inga (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 09:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.