Myndir af systkinum og fjölskyldum þeirra
14.1.2009 | 12:41
Sæl öll ég er búin að vera að setja inn myndir í nokkrar möppur þetta er mjög mikil vinna ef ég ætla að sjá um þetta ein. Ég er búin að fá Þórð til að setja inn fyrir Steinu legg og Þóru Hrönn fyrir Tótu legg og Ágústu fyrir Guðna legg. Ég auglýsi hér með eftir fólki sem er tilbúið að setja inn myndir fyrir hin systkinin. Þeir aðilar sem taka það að sér þurfa að fá notendanafn og lykilnúmer hjá mér.
Endilega skrifið við myndirnar sem ég er búin að setja inn og leiðréttið ef það er vitlaust skrifað við þær og ef það vantar upplýsingar á þær.
Bréfið í sambandi við ættarmótið var samið í gær og ætti að fara í póst í dag. Það verður sent á systkinin og þau senda það áfram á sinn legg.
Bless í bili
Skírnarskálin frá Þingholti
10.1.2009 | 18:38
Fyrsti ættarmótsfundurinn búinn
10.1.2009 | 18:24
Jæja þá er fyrsti ættarmótsfundurinn búinn og vorum við 14 sem mættum ég set myndir inn á síðuna frá fundinum. Ættarmótið verður föstudaginn 19.júní og laugardaginn 20.júní. Ég mæli með að fólk fari að panta sér far til Eyja eins að redda sér gistingu. Þeir sem ætla að koma með Herjólfi endilega munið eftir einingunum því það er mun ódýrara að kaupa einingar í Herjólf. Dagskráin í grófum dráttum er svona. Við komum til með að hittast í sal Eyjabústaða á föstudagskvöldinu. Laugardagsmorgunn byrjar Onionopen mótið í golfi. Milli 10-12 er tilvalið fyir alla þá sem vilja að kíkja í sund með krakkana. Vonandi verður útisvæðið tilbúið þá. Um 12 leytið hittumst við uppá hrauni við steininn af Þingholti og í beinu framhaldi af því förum við uppí kirkjugarð að leiðum ættingja okkar. Um Kl 13 mæta svo allir inní dal þar grillum við pylsur og förum í skemmtilega leiki bæði fullorðnir og börn. Kl 18.30 mæting uppí Höll Einsi kaldi sér um matinn og byrjar hann kl 19. Svo þurfa bara allir að vera duglegir að koma með skemmtiatriði við eigum eftir að ákveða hvort það verði hljómsveit eða diskótek. Ég get ekkert sagt til um verð á mann því við þurfum að sjá hvað koma margir á ættarmótið og það á eftir að ákveða hvað verður í matinn. Á fundinum áðan voru flestallir sammála um það að vera með lambakjöt og kjúklingarétt í aðalrétt og svo einhvern eftirrétt. Endilega þið sem hafið kíkt inná þessa síðu látið aðra í fjölskyldunni vita af henni því það væri mjög gott ef fólk myndi skrifa í gestabókina og láta vita hvort þeir koma eða ekki. Eins endilega koma með athugasemdir hér inn. Bless í bili Berglind Kr
Vinir og fjölskylda | Breytt 17.1.2009 kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ættarmótsfundur
9.1.2009 | 17:23
Ættarmót sumarið 2009
7.1.2009 | 23:14
Sæl og blessuð öll í Þingholtsfjölskyldunni og gleðilegt nýtt ár. Núna er komið árið 2009 og í sumar verður ættamót hjá okkur, ég ætla að hringja í frænkurnar hérna í Eyjum og koma á fundi svo við getum farið að ákveða hvenær við ætlum að hafa ættarmótið svo þarf líklega að panta Höllina því við erum orðin svo mörg. Ég kem með fréttir hérna inn þegar ég veit eitthvað. Svo er ég að reyna að setja inn myndir og ég ætla mér að koma inn ættartölunni líka. Hlöbbi Páls hefur haldið utan um ættartöluna okkar sem er frábært og ég ætla mér að fá hana hjá honum. Bless í bili.
Kveðja Berglind Kr