Frábærlega vel heppnað ættarmót

Kæru Þingholtarar og makar þá er ættarmótið búið og flestir af þeim 132 sem komu ofan af landi komnir heim til sín. Ég ætla að vona að allir séu mjög ánægðir með helgina einsog ég er. Ég er búin að fara um allan bæ í dag og borga reikningana tengda helginni. Og það verður ágætis afgangur eða í kringum 100.000 kr sem ég ætla að leggja inná Þingholtsreikning sem ég ætla að stofna í Íslandsbanka. Við erum að pæla í að kaupa nýjan stein á leiðið hjá ömmu Þórsteinu því það stendur ekki á steininum að amma og afi séu frá Þingholti eins langar okkur að hafa mynd af þeim saman á honum. Svo langar mig að auglýsa hér eftir einum frá hverju systkini til að vera að blogga og setja inn myndir með mér Þið sem eruð til í að hjálpa mér að gera þessa síðu flottari og með meiri heimildum um fjölskylduna okkar verðið að hafa samband við mig. Ég set svo fljótlega inn myndir af ættarmótinu einsog þið sáuð um helgina þá var ég frekar dugleg að taka myndir. Systkynin frá ÞingholtiMig langar svona í restina að þakka Heiðari Austmann og Vigni Frey fyrir frábæra frammistöðu í veislustjórnuninni og öllum þeim sem komu fram í skemmtiatriðum og hjálpuðu á einhvern hátt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband