Fyrsti ættarmótsfundurinn búinn

Emma og HerdísJæja þá er fyrsti ættarmótsfundurinn búinn og vorum við 14 sem mættum ég set myndir inn á síðuna frá fundinum. Ættarmótið verður föstudaginn 19.júní og laugardaginn 20.júní. Ég mæli með að fólk fari að panta sér far til Eyja eins að redda sér gistingu. Þeir sem ætla að koma með Herjólfi endilega munið eftir einingunum því það er mun ódýrara að kaupa einingar í Herjólf. Dagskráin í grófum dráttum er svona. Við komum til með að hittast í sal Eyjabústaða á föstudagskvöldinu. Laugardagsmorgunn byrjar Onionopen mótið í golfi. Milli 10-12 er tilvalið fyir alla þá sem vilja að kíkja í sund með krakkana. Vonandi verður útisvæðið tilbúið þá. Um 12 leytið hittumst við uppá hrauni við steininn af Þingholti og í beinu framhaldi af því förum við uppí kirkjugarð að leiðum ættingja okkar. Um Kl 13 mæta svo allir inní dal þar grillum við pylsur og förum í skemmtilega leiki bæði fullorðnir og börn. Kl 18.30 mæting uppí Höll Einsi kaldi sér um matinn og byrjar hann kl 19. Svo þurfa bara allir að vera duglegir að koma með skemmtiatriði við eigum eftir að ákveða hvort það verði hljómsveit eða diskótek. Ég get ekkert sagt til um verð á mann því við þurfum að sjá hvað koma margir á ættarmótið og það á eftir að ákveða hvað verður í matinn. Á fundinum áðan voru flestallir sammála um það að vera með lambakjöt og kjúklingarétt í aðalrétt og svo einhvern eftirrétt. Endilega þið sem hafið kíkt inná þessa síðu látið aðra í fjölskyldunni vita af henni því það væri mjög gott ef fólk myndi skrifa í gestabókina og láta vita hvort þeir koma eða ekki. Eins endilega koma með athugasemdir hér inn. Bless í bili Berglind Kr


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband